Minni hluti nýfæddra í þjóðkirkjunni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Innan við helmingur barna er skráður í þjóðkirkjuna. Fréttablaðið/Anton Brink Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira