Lækka leiguverð til að halda í leigjendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 12:20 Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, á þinginu í dag. Íbúðalánasjóður Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér. Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér.
Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira