Þingmenn sprungu úr hlátri þegar Sigurður Ingi sagði að gleymst hafi að láta hann vita af „panikki í ríkisstjórninni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 16:49 Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05