Torfajökulssvæðið er engu öðru líkt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 06:59 Ferðamönnum fjölgar í Landmannalaugum líkt og gerist annars staðar í Friðlandi að Fjallabaki. Fréttablaðið/Stefán Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira