Torfajökulssvæðið er engu öðru líkt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 06:59 Ferðamönnum fjölgar í Landmannalaugum líkt og gerist annars staðar í Friðlandi að Fjallabaki. Fréttablaðið/Stefán Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira