Breiðhyltingar fagna andlitslyftingu Arnarbakka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 13:51 Arnarbakki 2-6 er til hægri á myndinni. Arnarbakki 2-6 hefur fengið andlitslyftingu og er alls kyns spennandi starfsemi að hefjast í húsinu að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Blásið verður til opnunarteitis á morgun, föstudaginn 29. nóvember klukkan 16, og eru Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar hvattir til að koma og taka þátt í gleðinni. Reykjavíkurborg festi í fyrra kaup á fasteignum í Arnarbakka með það að markmiði að flýta fyrir uppbyggingu á reitnum. Auglýst var eftir hugmyndum að starfsemi í húsnæðinu með sérstaka áherslu á samfélagsleg verkefni. Nú hafa ýmsir hópar hreiðrað þar um sig.Einhverfir karlar Í Arnarbakka 2 starfa Karlar í skúrum og SmiRey, sem er smíðastofa fyrir einhverfa karla. Áhugahópur kennara og handverksmanna er með verkstæði og kennslurými og Hjólakraftur á Íslandi er með starfsemi, auk þess sem Hársnyrtistofan Arnarbakka heldur sínu striki og starfar enn þarna.Verslun Iceland við Arnarbakka.ReykjavíkurborgÍ Arnarbakka 4-6 starfrækir Óli Gneisti Sóleyjarson hljóðverið Kistuna og sem fyrr eru Sveinsbakarí og Matvöruverslun Iceland í Arnarbakka. Við opnunina kynna arkitektar frá Basalt arkitektum frumdrög að endurgerð kjarnans í Arnarbakka og starsfólk frá umhverfis og skipulagssviði ræða mismunandi útfærslur og möguleika á skipulagi kjarnans.Karlar saman á eigin forsendum Karlar í skúrnum er á vegum Rauða kross Íslands. Það felst í því að skapa aðstæður fyrir karla til að vera saman á eigin forsendum og vinna að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum. Þetta er tækifæri fyrir karlmenn að skiptist á og miðla af þekkingu sinni og gefa til samfélagsins í leiðinni. Þar sem fiskbúðin í Arnarbakka var í 40 ár en nú Bakkabúinn Óli Gneisti Sóleyjarson búinn að setja upp hljóðverið Kistuna. Í Kistunni er aðstaða til að taka upp hlaðvörp eða útvarpsþætti á netinu. Kistan mun ekki bara bjóða upp á hljóðupptökur heldur líka aðstöðu til að taka upp myndbönd sem hægt verður að streyma beint á netið.Einhverfir karlar SmíRey, smíðavinnustofa í Reykjavík fyrir einhverfa, er verkefni velferðarsviðs borgarinnar. Vinnustofan starfar í þeim tilgangi að veita ungum einhverfum mönnum vinnu sem hentar þeim, efla sjálfstæði þeirra og veita þeim tilgang í samfélaginu. Framleidd eru leikföng fyrir börn á leikskólaaldri, ýmsir skrautmunir og tækifærisgjafir.Arnarbakki 2-4 er í miðju Bakkahverfinu og hýsti áður meðal annars myndbandaleigu.Svona leit það út fyrir nokkrum árum.Einkunnarorð SmíRey er að allir geti eitthvað og að allir hafa tækifæri til að leggja sitt af mörkum í framleiðslunni. Umhverfi smíðastofunnar er hlýlegt með kaffiaðstöðu, sófa og þægindum. Hægt verður að sjá myndbönd sem sýna starfsemina í amstri dagsins ásamt ljósmyndum af starfsmönnum og leiðbeinendum.Trérennismiðir halda námskeið Hópur handverksmanna og trérennismiða hafa líka komið sér fyrir í Arnarbakka. Fimm félagar í þeim hópi eru með kennsluréttindi og ætla að halda námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Rennismíði, tálgun í tré, útskurður, almenn trésmíði, húsgagnaviðgerðir, tifsagarnámskeið og hnífa-og leðurgerð verða meðal námskeiða. Í Borgarlandi Reykjavík fellur til mikið af grisjunarviði af ýmsum tegundum sem nýttar verða til smíða. Hjá Hjólakrafti hittast hópar a.m.k. tíu sinnum í viku til þess að hjóla um nágrennið, en einnig er þar önnur starfsemi. Til að mynda heldur PEERS námskeið í félagsfærni þarna tvo daga í viku. Þar koma bæði foreldrar og börn á námskeið. Í rýminu er líka aðstaða fyrir Brúarskóla sem ber nafnið Brúarbakki. Þar er starfandi kennari og þangað koma nemendur skólans sem búa í hverfinu til þess að eiga sinn skóladag. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin kaupir tvo hverfiskjarna í Breiðholti á 752 milljónir Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi tvo gamla verslunarkjarna í Breiðholti með það fyrir augum að þar geti verslun og þjónusta fest sig í sessi. 29. júní 2018 20:04 Níu tillögur um hverfiskjarna í Breiðholti hlutu brautargengi 26 tillögur bárust í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar um tímabundna starfsemi í hverfiskjörnum í tveimur hlutum Breiðholts. 14. febrúar 2019 20:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Arnarbakki 2-6 hefur fengið andlitslyftingu og er alls kyns spennandi starfsemi að hefjast í húsinu að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Blásið verður til opnunarteitis á morgun, föstudaginn 29. nóvember klukkan 16, og eru Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar hvattir til að koma og taka þátt í gleðinni. Reykjavíkurborg festi í fyrra kaup á fasteignum í Arnarbakka með það að markmiði að flýta fyrir uppbyggingu á reitnum. Auglýst var eftir hugmyndum að starfsemi í húsnæðinu með sérstaka áherslu á samfélagsleg verkefni. Nú hafa ýmsir hópar hreiðrað þar um sig.Einhverfir karlar Í Arnarbakka 2 starfa Karlar í skúrum og SmiRey, sem er smíðastofa fyrir einhverfa karla. Áhugahópur kennara og handverksmanna er með verkstæði og kennslurými og Hjólakraftur á Íslandi er með starfsemi, auk þess sem Hársnyrtistofan Arnarbakka heldur sínu striki og starfar enn þarna.Verslun Iceland við Arnarbakka.ReykjavíkurborgÍ Arnarbakka 4-6 starfrækir Óli Gneisti Sóleyjarson hljóðverið Kistuna og sem fyrr eru Sveinsbakarí og Matvöruverslun Iceland í Arnarbakka. Við opnunina kynna arkitektar frá Basalt arkitektum frumdrög að endurgerð kjarnans í Arnarbakka og starsfólk frá umhverfis og skipulagssviði ræða mismunandi útfærslur og möguleika á skipulagi kjarnans.Karlar saman á eigin forsendum Karlar í skúrnum er á vegum Rauða kross Íslands. Það felst í því að skapa aðstæður fyrir karla til að vera saman á eigin forsendum og vinna að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum. Þetta er tækifæri fyrir karlmenn að skiptist á og miðla af þekkingu sinni og gefa til samfélagsins í leiðinni. Þar sem fiskbúðin í Arnarbakka var í 40 ár en nú Bakkabúinn Óli Gneisti Sóleyjarson búinn að setja upp hljóðverið Kistuna. Í Kistunni er aðstaða til að taka upp hlaðvörp eða útvarpsþætti á netinu. Kistan mun ekki bara bjóða upp á hljóðupptökur heldur líka aðstöðu til að taka upp myndbönd sem hægt verður að streyma beint á netið.Einhverfir karlar SmíRey, smíðavinnustofa í Reykjavík fyrir einhverfa, er verkefni velferðarsviðs borgarinnar. Vinnustofan starfar í þeim tilgangi að veita ungum einhverfum mönnum vinnu sem hentar þeim, efla sjálfstæði þeirra og veita þeim tilgang í samfélaginu. Framleidd eru leikföng fyrir börn á leikskólaaldri, ýmsir skrautmunir og tækifærisgjafir.Arnarbakki 2-4 er í miðju Bakkahverfinu og hýsti áður meðal annars myndbandaleigu.Svona leit það út fyrir nokkrum árum.Einkunnarorð SmíRey er að allir geti eitthvað og að allir hafa tækifæri til að leggja sitt af mörkum í framleiðslunni. Umhverfi smíðastofunnar er hlýlegt með kaffiaðstöðu, sófa og þægindum. Hægt verður að sjá myndbönd sem sýna starfsemina í amstri dagsins ásamt ljósmyndum af starfsmönnum og leiðbeinendum.Trérennismiðir halda námskeið Hópur handverksmanna og trérennismiða hafa líka komið sér fyrir í Arnarbakka. Fimm félagar í þeim hópi eru með kennsluréttindi og ætla að halda námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Rennismíði, tálgun í tré, útskurður, almenn trésmíði, húsgagnaviðgerðir, tifsagarnámskeið og hnífa-og leðurgerð verða meðal námskeiða. Í Borgarlandi Reykjavík fellur til mikið af grisjunarviði af ýmsum tegundum sem nýttar verða til smíða. Hjá Hjólakrafti hittast hópar a.m.k. tíu sinnum í viku til þess að hjóla um nágrennið, en einnig er þar önnur starfsemi. Til að mynda heldur PEERS námskeið í félagsfærni þarna tvo daga í viku. Þar koma bæði foreldrar og börn á námskeið. Í rýminu er líka aðstaða fyrir Brúarskóla sem ber nafnið Brúarbakki. Þar er starfandi kennari og þangað koma nemendur skólans sem búa í hverfinu til þess að eiga sinn skóladag.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin kaupir tvo hverfiskjarna í Breiðholti á 752 milljónir Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi tvo gamla verslunarkjarna í Breiðholti með það fyrir augum að þar geti verslun og þjónusta fest sig í sessi. 29. júní 2018 20:04 Níu tillögur um hverfiskjarna í Breiðholti hlutu brautargengi 26 tillögur bárust í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar um tímabundna starfsemi í hverfiskjörnum í tveimur hlutum Breiðholts. 14. febrúar 2019 20:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Borgin kaupir tvo hverfiskjarna í Breiðholti á 752 milljónir Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi tvo gamla verslunarkjarna í Breiðholti með það fyrir augum að þar geti verslun og þjónusta fest sig í sessi. 29. júní 2018 20:04
Níu tillögur um hverfiskjarna í Breiðholti hlutu brautargengi 26 tillögur bárust í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar um tímabundna starfsemi í hverfiskjörnum í tveimur hlutum Breiðholts. 14. febrúar 2019 20:03