Bein útsending: Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins kynntir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 15:00 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins verður kynnt á blaðamannafundi í dag klukkan 16:10 í dag. Kynningin verður haldin í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í fundarsalnum Sölvhólsvör á jarðhæð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, mun kynna skýrslu hópsins og afhenda hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrslan verður birt á vef ráðuneytisins að fundi loknum. Verkefni stýrihópsins var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Er óhætt að segja að ekki sé um fyrstu skýrsluna að ræða þar sem framtíð flugs á suðvesturhorninu er til umfjöllunar. Vísir mun sýna beint frá fundinum og verður streymi aðgengilegt hér að neðan rétt áður en fundur hefst. Skýrslan var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir um tíu dögum gær. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins þann 21. nóvember að meðal niðurstaðna væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Starfshópnum mun ekki þykja vænlegt að endurnýta Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Upphaflega stóð til að kynna skýrsluna þann 22. nóvember því var frestað vegna verkfalls á vefmiðlum samkvæmt því sem fram kom í Fréttablaðinu.Uppfært. Fundinum er lokið og er upptakan aðgengileg hér fyrir neðan ásamt fréttum af fundinum.Klippa: Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins verður kynnt á blaðamannafundi í dag klukkan 16:10 í dag. Kynningin verður haldin í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í fundarsalnum Sölvhólsvör á jarðhæð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, mun kynna skýrslu hópsins og afhenda hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrslan verður birt á vef ráðuneytisins að fundi loknum. Verkefni stýrihópsins var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Er óhætt að segja að ekki sé um fyrstu skýrsluna að ræða þar sem framtíð flugs á suðvesturhorninu er til umfjöllunar. Vísir mun sýna beint frá fundinum og verður streymi aðgengilegt hér að neðan rétt áður en fundur hefst. Skýrslan var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir um tíu dögum gær. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins þann 21. nóvember að meðal niðurstaðna væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Starfshópnum mun ekki þykja vænlegt að endurnýta Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Upphaflega stóð til að kynna skýrsluna þann 22. nóvember því var frestað vegna verkfalls á vefmiðlum samkvæmt því sem fram kom í Fréttablaðinu.Uppfært. Fundinum er lokið og er upptakan aðgengileg hér fyrir neðan ásamt fréttum af fundinum.Klippa: Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50