Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Andri Eysteinsson skrifar 28. nóvember 2019 20:45 Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Á fundinum í dag kom fram að ráðast eigi í tveggja milljarða króna framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll en ekkert slíkar áætlanir eru fyrir hendi fyrir Akureyrarflugvöll. „Það er mikill pólitískur stuðningur við að stuðla við þá stefnu ríkisstjórnarinnar um að opna fleiri gáttir inn á landið, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sem ræddi við Þóri Guðmundsson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bætti Sigurður Ingi við að sú stefna hafi gengið hvað best á Akureyri. En til þess að bæta flugöryggi sé ódýrast, skilvirkast og hagkvæmast að gera það á Egilsstöðum. „Loksins erum við komin með svör við öllum spurningunum, nú þurfum við að fá svör við því sem hefur verið haldið fram að hafi legi fyrir áður en það er ekki. Veðurfarsrannsóknir í tvö ár, rannsóknir á vatnsvernd og fleiri umhverfisþáttum, frekari flugprófanir. Á sama tíma ætlum við að gera aðra þætti eins og að kanna áhrifin af því að færa innanlandsflug í Hvassahraun. Eftir tvö ár höfum við þá öll gögn í höndunum til þess að geta tekið ákvörðun, segir Sigurður Ingi og minnir á að í skýrslunni segir að það geti tekið 15-17 ár að byggja, flugvöll. Við erum þá að segja það hér að Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni næstu 17 ár. Sigurður sagði ferlið ekki komið á þann stað að hægt sé að segja til um hvort fengið verði til erlent fyrirtæki sem sérhæfi sig í byggingu og rekstri flugvalla. Sigurður segir þá að það sé gríðarlega mikilvægt þegar tekin er ákvörðun um hvort ráðast skuli í svo miklar framkvæmdir, framkvæmdir sem geti haft svo mikil efnahagsleg áhrif, að hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum. Skýrslan gefi allar þær upplýsingar sem til þurfi. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Á fundinum í dag kom fram að ráðast eigi í tveggja milljarða króna framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll en ekkert slíkar áætlanir eru fyrir hendi fyrir Akureyrarflugvöll. „Það er mikill pólitískur stuðningur við að stuðla við þá stefnu ríkisstjórnarinnar um að opna fleiri gáttir inn á landið, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sem ræddi við Þóri Guðmundsson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bætti Sigurður Ingi við að sú stefna hafi gengið hvað best á Akureyri. En til þess að bæta flugöryggi sé ódýrast, skilvirkast og hagkvæmast að gera það á Egilsstöðum. „Loksins erum við komin með svör við öllum spurningunum, nú þurfum við að fá svör við því sem hefur verið haldið fram að hafi legi fyrir áður en það er ekki. Veðurfarsrannsóknir í tvö ár, rannsóknir á vatnsvernd og fleiri umhverfisþáttum, frekari flugprófanir. Á sama tíma ætlum við að gera aðra þætti eins og að kanna áhrifin af því að færa innanlandsflug í Hvassahraun. Eftir tvö ár höfum við þá öll gögn í höndunum til þess að geta tekið ákvörðun, segir Sigurður Ingi og minnir á að í skýrslunni segir að það geti tekið 15-17 ár að byggja, flugvöll. Við erum þá að segja það hér að Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni næstu 17 ár. Sigurður sagði ferlið ekki komið á þann stað að hægt sé að segja til um hvort fengið verði til erlent fyrirtæki sem sérhæfi sig í byggingu og rekstri flugvalla. Sigurður segir þá að það sé gríðarlega mikilvægt þegar tekin er ákvörðun um hvort ráðast skuli í svo miklar framkvæmdir, framkvæmdir sem geti haft svo mikil efnahagsleg áhrif, að hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum. Skýrslan gefi allar þær upplýsingar sem til þurfi.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50