Frozen II innblásin af íslenskri náttúru Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:45 Glöggir áhorfendur ættu að geta séð í myndinni innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru. Mynd/Disney Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira