Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Lánafyrirtæki auglýsa í tilefni svarts föstudags. Fréttablaðið/Vilhelm Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent