Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi Björn Þorfinnsson skrifar 29. nóvember 2019 08:30 Kínverskir ferðamenn eyða mest allra þeirra sem sækja Ísland heim. Vísir/Valli Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira