Slökkviliðsstjóri segist bera ábyrgð á því að reykkafari hætti lífi sínu fyrir tölvu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“ Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“
Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira