„Það var engum bannað að vera þarna“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 12:52 Frá fundinum í Laugardalshöll. Vísir/Frikki Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“ Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“
Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira