Aftursætisbílstjórinn Sigurður Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar