Á níunda tug kjarrelda brennur í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 16:02 Gróður brennur við kross í Possum í Nýju Suður-Wales í dag. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir vegna eldanna. Vísir/EPA Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Sjá meira
Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Sjá meira
Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23
Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39
Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51
Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35