„Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 23:34 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. Þá hafi hún ekki talið sig hafa annarra kosta völ en að tilkynna meint verðsamráð Félags sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins.Reka sig á sömu veggi Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Félag sjúkraþjálfara, Tannlæknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur fólu KPMG að gera úttekt á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. „Það eru ýmsir annmarkar í fyrirkomulaginu hvað varðar samninga og útboð á þjónustu sem að við erum að benda á í skýrslunni, margt sem betur má fara í því umhverfi,“ segir Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Íslandi. „Það óvissa um hvað skuli gert, það er ekki nógu vel staðið að því að semja. Samningar sem eru gerðir núna eru margir hverjir afar stuttir, það er verið að framlengja óvænt í stuttan tíma í einu, það er verið að breyta um fyrirkomulag og fleira,“ segir Svanbjörn. Fyrrnefndir aðilar eru stærstu viðsemjendur ríkisins við sjúkratryggingar við kaup á heilbrigðisþjónustu. „Þessir aðilar alla veganna voru komnir einhvern veginn út við vegg, út í horn, í sínum samskiptum við ríkið um þessa þjónustu,“ segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Hjúkrunarheimilin hafa verið þjónustusamningslaus frá því um síðustu áramót, sjúkraþjálfarar eru núna búnir að segja sig af samningi, þjónustusamningi sem að var í gildi gagnvart Sjúkratryggingum Íslands, það bara var í dag og viðræður þar hafa ekki gengið. Læknafélagið, þar hafa viðræður líka ekki gengið,“ nefnir Eybjörg sem dæmi.Ósátt við samráðsleysi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segist enn ekki hafa séð skýrsluna sem kynnt var í dag. „Það er mjög margt í þessu sem að er sambærilegt við það sem ríkisendurskoðun sagði í sinni skýrslu 2018 og kemur manni þess vegna ekki á óvart. Svo er það auðvitað líka þannig að margt í þessari skýrslu er þannig að það er algjörlega hægt að hafa tvær skoðanir eftir því hvort maður situr hérna meginn, eða hérna meginn við borðið,“ segir María. „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu en það var sem sagt ákveðið að hafa þetta aðeins frá sjónarhóli annars aðilans.“Tilkynnti meint verðsamráð til samkeppniseftirlitsins Félag sjúkraþjálfara segir farir sínar heldur ekki sléttar af samskiptum við SÍ. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við sjúkratryggingar því þeir kváðust ekki vilja starfa eftir útrunnum rammasamningi. Þá hafa sjúkratryggingar tilkynnt félagið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á samkeppnislögum um ólögmætt verðsamráð. „Við fengum upplýsingar um það að félagið hefði sent sínum félagsmönnum eigin gjaldskrá, það er að segja bara gjaldskrá félagsins, og við höfum áhyggjur af því að þetta kunni að stangast á við samkeppnislög og þetta kunni sem sagt að vera verðsamráð, og við vísum því bara til til þess bæra aðila,“ segir María.Sjá einnig: Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Formaður Félags sjúkraþjálfara andmælti þessu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði um að ræða „alvarlegar ávirðingar“ sem sjúkratryggingar væru að bera upp á félagið. Enginn fótur sé fyrir því að félagið hafi gefið út slíka verðskrá. María kveðst aðspurð ekki hafa vitað af þessari afstöðu félagsins þegar innt var eftir viðbrögðum við þessu. „Ég veit bara það að við vorum upplýst um að félagið hefði sent félagsmönnum sínum nýja gjaldskrá sem að þau hefðu sett án nokkurs samráðs við okkur. Og það eina sem við getum gert er þá að kalla til samkeppniseftirlitið og við skulum bara sjá hvað kemur út úr því. En ef að þetta er ekki rétt nú þá hefur formaður félagsins væntanlega engu að kvíða,“ segir María. Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. Þá hafi hún ekki talið sig hafa annarra kosta völ en að tilkynna meint verðsamráð Félags sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins.Reka sig á sömu veggi Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Félag sjúkraþjálfara, Tannlæknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur fólu KPMG að gera úttekt á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. „Það eru ýmsir annmarkar í fyrirkomulaginu hvað varðar samninga og útboð á þjónustu sem að við erum að benda á í skýrslunni, margt sem betur má fara í því umhverfi,“ segir Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Íslandi. „Það óvissa um hvað skuli gert, það er ekki nógu vel staðið að því að semja. Samningar sem eru gerðir núna eru margir hverjir afar stuttir, það er verið að framlengja óvænt í stuttan tíma í einu, það er verið að breyta um fyrirkomulag og fleira,“ segir Svanbjörn. Fyrrnefndir aðilar eru stærstu viðsemjendur ríkisins við sjúkratryggingar við kaup á heilbrigðisþjónustu. „Þessir aðilar alla veganna voru komnir einhvern veginn út við vegg, út í horn, í sínum samskiptum við ríkið um þessa þjónustu,“ segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Hjúkrunarheimilin hafa verið þjónustusamningslaus frá því um síðustu áramót, sjúkraþjálfarar eru núna búnir að segja sig af samningi, þjónustusamningi sem að var í gildi gagnvart Sjúkratryggingum Íslands, það bara var í dag og viðræður þar hafa ekki gengið. Læknafélagið, þar hafa viðræður líka ekki gengið,“ nefnir Eybjörg sem dæmi.Ósátt við samráðsleysi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segist enn ekki hafa séð skýrsluna sem kynnt var í dag. „Það er mjög margt í þessu sem að er sambærilegt við það sem ríkisendurskoðun sagði í sinni skýrslu 2018 og kemur manni þess vegna ekki á óvart. Svo er það auðvitað líka þannig að margt í þessari skýrslu er þannig að það er algjörlega hægt að hafa tvær skoðanir eftir því hvort maður situr hérna meginn, eða hérna meginn við borðið,“ segir María. „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu en það var sem sagt ákveðið að hafa þetta aðeins frá sjónarhóli annars aðilans.“Tilkynnti meint verðsamráð til samkeppniseftirlitsins Félag sjúkraþjálfara segir farir sínar heldur ekki sléttar af samskiptum við SÍ. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við sjúkratryggingar því þeir kváðust ekki vilja starfa eftir útrunnum rammasamningi. Þá hafa sjúkratryggingar tilkynnt félagið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á samkeppnislögum um ólögmætt verðsamráð. „Við fengum upplýsingar um það að félagið hefði sent sínum félagsmönnum eigin gjaldskrá, það er að segja bara gjaldskrá félagsins, og við höfum áhyggjur af því að þetta kunni að stangast á við samkeppnislög og þetta kunni sem sagt að vera verðsamráð, og við vísum því bara til til þess bæra aðila,“ segir María.Sjá einnig: Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Formaður Félags sjúkraþjálfara andmælti þessu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði um að ræða „alvarlegar ávirðingar“ sem sjúkratryggingar væru að bera upp á félagið. Enginn fótur sé fyrir því að félagið hafi gefið út slíka verðskrá. María kveðst aðspurð ekki hafa vitað af þessari afstöðu félagsins þegar innt var eftir viðbrögðum við þessu. „Ég veit bara það að við vorum upplýst um að félagið hefði sent félagsmönnum sínum nýja gjaldskrá sem að þau hefðu sett án nokkurs samráðs við okkur. Og það eina sem við getum gert er þá að kalla til samkeppniseftirlitið og við skulum bara sjá hvað kemur út úr því. En ef að þetta er ekki rétt nú þá hefur formaður félagsins væntanlega engu að kvíða,“ segir María.
Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42