Tók langan tíma að byggja upp traust Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2019 06:15 Viðar Helgason fiskifræðingur. Fréttablaðið/Anton brink Viðar Helgason fiskifræðingur segir tíðindin um framferði Samherja í Namibíu vera áfall fyrir sig og þá sem unnið hafa að þróunarmálum í Namibíu. Hann lýsir aðdragandanum að starfi Íslands í Namibíu þannig að íslensku ríkisstjórninni hafi borist bréf frá Namibíu mjög stuttu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Eftir að Suður-Afríka dró sig út úr landinu hafi innviðakerfi landsins hrunið. Óskað hafi verið eftir aðstoð frá Íslandi við hafrannsóknir og sjávarútvegsmál og Viðar var kominn út strax tveimur mánuðum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Namibíu haustið 1990. Hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu var tvíþætt og fólst annars vegar í því að koma rannsóknarskipi Namibíumanna í stand og reka það og hins vegar að aðstoða við rannsóknir. Viðar segir að hópurinn hafi átt gott samstarf við sjávarútvegsráðuneytið í Namibíu. Hann minnist samtals við þáverandi ráðuneytisstjóra um ástæður þess að leitað var til Íslands. „Hann sagði það við okkur berum orðum, það væri vegna þess að Namibíumenn álitu Íslendinga ólíklegasta allra til að fara að sýna einhverja nýlendutilburði. Ísland væri svo lítið ríki og af því færi gott orð,“ segir Viðar. Ráðuneytisstjórinn hefði sagt: „Við höfum búið við nýlendustefnu í hálfa öld og ætlum ekki að fara að flytja hana inn sjálfir.“ Viðar minnist þess einnig sérstaklega hversu mikil áhersla var lögð á það af stjórnendum aðstoðarinnar að blanda ekki einhverjum viðskiptahagsmunum íslenskra fyrirtækja í vinnuna. Þrátt fyrir það hafi verið töluverð tortryggni gagnvart þeim í upphafi. „Það tók okkur töluverðan tíma að ávinna okkur traust heimamanna. Þegar þeim loksins skildist að við vorum hvorki komnir til að ýta undir íslenska hagsmuni né greiða götu íslenskra fyrirtækja, þá róuðust þeir,“ segir Viðar og undirstrikar að hlutverk Íslands hafi alltaf verið ráðgjöf en ekki yfirtaka á ákvörðunarvaldi. Með tímanum hafi Íslendingum sem unnu í Namibíu tekist að ávinna sér traust. Stjórnvöld þar hafi til dæmis lagt mikið traust á ráðgjöf Íslendinganna, ekki síst þegar illa gekk að ráða við Suður-Afríkumenn sem áttu gríðarlega mikið undir í veiðum á svæðinu. „Það varð ljóst nokkru eftir aldamótin að Namibía var ekki lengur styrkhæf og formlegur endir varð á starfi okkar þar árið 2010 og starfið færðist annað, meðal annars til Malaví. Samherji kemur svo þarna inn ári seinna og það er ekki vafi í mínum huga að þeir byggðu á því orðspori sem við vorum búin að byggja upp,“ segir Viðar. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands ekki síst þar sem við erum nú þegar að veita þróunaraðstoð í sunnanverðri Afríku. „Þessi ríki hafa alltaf haft ákveðinn fyrirvara á Evrópuríkjum og ekki verður þetta til að bæta úr skák,“ segir Viðar og bætir við: „Þess vegna skipta viðbrögð íslenskra stjórnvalda út á við öllu máli. Ef umheiminum verður ekki sýnt að þetta teljist ekki góð latína á Íslandi mun enginn taka mark á okkur framar.“ Viðar telur reyndar að Íslendingar þurfi almennt að hugsa sinn gang þegar kemur að fiskveiðum og alþjóðasamskiptum. „Orðspor okkar í fiskveiðum er því miður farið að einkennast af því að við stöndum ekki við gerða samninga,“ segir Viðar og tekur dæmi um fiskistofna sem fara milli lögsögu ríkja á borð við makríl, síld og loðnu. Hvalveiðar Íslendinga séu enn eitt dæmi. Tímabært sé að Íslendingar hugsi sinn gang. Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Viðar Helgason fiskifræðingur segir tíðindin um framferði Samherja í Namibíu vera áfall fyrir sig og þá sem unnið hafa að þróunarmálum í Namibíu. Hann lýsir aðdragandanum að starfi Íslands í Namibíu þannig að íslensku ríkisstjórninni hafi borist bréf frá Namibíu mjög stuttu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Eftir að Suður-Afríka dró sig út úr landinu hafi innviðakerfi landsins hrunið. Óskað hafi verið eftir aðstoð frá Íslandi við hafrannsóknir og sjávarútvegsmál og Viðar var kominn út strax tveimur mánuðum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Namibíu haustið 1990. Hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu var tvíþætt og fólst annars vegar í því að koma rannsóknarskipi Namibíumanna í stand og reka það og hins vegar að aðstoða við rannsóknir. Viðar segir að hópurinn hafi átt gott samstarf við sjávarútvegsráðuneytið í Namibíu. Hann minnist samtals við þáverandi ráðuneytisstjóra um ástæður þess að leitað var til Íslands. „Hann sagði það við okkur berum orðum, það væri vegna þess að Namibíumenn álitu Íslendinga ólíklegasta allra til að fara að sýna einhverja nýlendutilburði. Ísland væri svo lítið ríki og af því færi gott orð,“ segir Viðar. Ráðuneytisstjórinn hefði sagt: „Við höfum búið við nýlendustefnu í hálfa öld og ætlum ekki að fara að flytja hana inn sjálfir.“ Viðar minnist þess einnig sérstaklega hversu mikil áhersla var lögð á það af stjórnendum aðstoðarinnar að blanda ekki einhverjum viðskiptahagsmunum íslenskra fyrirtækja í vinnuna. Þrátt fyrir það hafi verið töluverð tortryggni gagnvart þeim í upphafi. „Það tók okkur töluverðan tíma að ávinna okkur traust heimamanna. Þegar þeim loksins skildist að við vorum hvorki komnir til að ýta undir íslenska hagsmuni né greiða götu íslenskra fyrirtækja, þá róuðust þeir,“ segir Viðar og undirstrikar að hlutverk Íslands hafi alltaf verið ráðgjöf en ekki yfirtaka á ákvörðunarvaldi. Með tímanum hafi Íslendingum sem unnu í Namibíu tekist að ávinna sér traust. Stjórnvöld þar hafi til dæmis lagt mikið traust á ráðgjöf Íslendinganna, ekki síst þegar illa gekk að ráða við Suður-Afríkumenn sem áttu gríðarlega mikið undir í veiðum á svæðinu. „Það varð ljóst nokkru eftir aldamótin að Namibía var ekki lengur styrkhæf og formlegur endir varð á starfi okkar þar árið 2010 og starfið færðist annað, meðal annars til Malaví. Samherji kemur svo þarna inn ári seinna og það er ekki vafi í mínum huga að þeir byggðu á því orðspori sem við vorum búin að byggja upp,“ segir Viðar. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands ekki síst þar sem við erum nú þegar að veita þróunaraðstoð í sunnanverðri Afríku. „Þessi ríki hafa alltaf haft ákveðinn fyrirvara á Evrópuríkjum og ekki verður þetta til að bæta úr skák,“ segir Viðar og bætir við: „Þess vegna skipta viðbrögð íslenskra stjórnvalda út á við öllu máli. Ef umheiminum verður ekki sýnt að þetta teljist ekki góð latína á Íslandi mun enginn taka mark á okkur framar.“ Viðar telur reyndar að Íslendingar þurfi almennt að hugsa sinn gang þegar kemur að fiskveiðum og alþjóðasamskiptum. „Orðspor okkar í fiskveiðum er því miður farið að einkennast af því að við stöndum ekki við gerða samninga,“ segir Viðar og tekur dæmi um fiskistofna sem fara milli lögsögu ríkja á borð við makríl, síld og loðnu. Hvalveiðar Íslendinga séu enn eitt dæmi. Tímabært sé að Íslendingar hugsi sinn gang.
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37