„Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:30 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, var málhefjandi sérstakrar umræðu um spillingu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent