Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Atvinnuleysi leggst þyngst á yngra fólk. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent