Styðja verkföll kollega sinna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:28 Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/vilhelm Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41