Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að klippa tvo farþega út úr bílunum eftir áreksturinn. Sem fyrr segir voru hið minnsta fjögur flutt á slysadeild en ekki er vitað um alvarleika meiðsla þeirra. Fimm sjúkrabílar og tveir dælubílar voru sendir á vettvang.
Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint er frá lokun vegarins:
Suðurlandsvegur er lokaður frá hringtorgi Olís í Norðlingaholti að Hafravatnsvegi, vegna umferðaslyss við Heiðmerkurveg. Vegfarendum er bent á hjáleiðir.
Leiðindaveður er á slysstað, slagveðursrigning.
