Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:00 Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira