Meðal breytingartillagna sem samþykktar voru við aðra umræðu fjárlaga er heimild til handa fjármálaráðherra að selja varðskipin Ægi og Tý og kaupa eða leigja hagkvæmari skip í staðinn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins fagnar Landhelgisgæslan umræddri heimild.
Þessi skip hafi reynst afar vel í gegnum tíðina en séu komin til ára sinna. Ægir hafi ekki verið í hefðbundnum rekstri í rúm fjögur ár og ekki sé til fjármagn til að koma skipinu í nothæft ástand. Ægir sé orðinn rúmlega hálfrar aldar gamall og Týr smíðaður 1975.
Því sé fyrirséð að á næstu árum þurfi að endurnýja varðskipaflota Landhelgisgæslunnar.
Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið NAVIS hefur verið fengið til að gera þarfagreiningu á varðskipaflotanum sem sé í raun fyrsta skrefið í endurnýjun flotans.
„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á skipaumferð og þróun á hafinu umhverfis landið. Fleiri skemmtiferða- og flutningaskip koma hingað til lands og til þess þarf að horfa við uppbyggingu flotans. Á næstu árum væntum við þess að ákvarðanir verði teknar um endurnýjun skipanna,“ segir í svari Gæslunnar.
Heimila að Ægir og Týr verði seldir
Sighvatur Arnmundsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent





Reykjavík ekki ljót borg
Innlent


