Sífellt fleiri með loftslagskvíða: „Maður verður alveg heltekinn“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:00 Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís. Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís.
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira