Minningarathöfn við Kögunarhól við Suðurlandsveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Athöfnin fer fram klukkan 14:00 í dag við Kögunarhól. Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“. Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“.
Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira