Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:13 Fulltrúar Patagonia, Icelandic Wildlife Fund, Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) Landssambands veiðifélaga, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands á Austurvelli áður en undirskriftirnar voru afhentar. Golli Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók við undirskriftalistanum fyrir hönd Alþingis í morgun. Síðasta vor hleyptu Patagonia, bandarískt útivistarvörufyrirtæki og WeMove af stað undirskriftarsöfnun með stuðningi Íslenskra náttúruverndarsamtaka þar sem skorað er á stjórnvöld að láta af opnu sjókvíaeldi. Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, segist hafa miklar áhyggjur af áhrifum opins sjókvíaeldis á villta laxastofna.Mihela Hladin Wolfe, framkvæmdastjóri náttúruverndarverkefna Patagonia í Evrópu, afhenti forseta Alþingis kassa með 180.164 undirskriftum. Til hægri er Ryan Gellert, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Patagonia.Golli„Laxeldi í opnum sjókvíum fer þannig fram að það er netapoki hengdur í grind og svo er fiskur settur í netið. Öll mengun og allur úrgangur; lyf, skordýraeitur og annað sem fer í netið og í kvíarnar rennur síðan beint í sjóinn. Það er gríðarleg staðbundin mengun af þessari starfsemi. Í kvíunum er ítrekað mikið lúsafár, núna í síðustu viku var verið að eitra í sjókvíum á sunnanverðum vestfjörðum, bæði hjá Arnarlaxi og Arctic Sea Farm út af laxalús sem er þar grasserandi,“ segir Jón. Síðan sleppi reglulega fiskar úr sjúkvíum. „Þetta húsdýr sem eldislaxinn er, það er stórhættulegt þegar það blandast villtum stofnum. Þá kemur inn DNA úr skepnu sem hefur verið alin sem húsdýr í einhverjar tólf kynslóðir og hefur allt aðra eiginleika en hafa orðið til í náttúruvali í þúsundum ára hjá villtu stofnunum. Þegar erfðablöndunin verður þá ógnar það mjög afkomu villtu fiskanna okkar.“ Villti laxastofninn eigi þegar undir högg að sækja. „Villti laxinn á nú þegar við erfiðar aðstæður að glíma í hafinu út af loftslagsbreytingum, hækkandi sýrustigi, þannig að með því að bæta við sjókvíum í firðina við Ísland og annars staðar, þá erum við að þrengja verulega að laxi sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Við, hér á Íslandi, eigum sterka og góða laxastofna og okkur hefur farnast vel í verndarmálum villta laxins. Þess vegna er ótrúlega sorglegt að núna á þessum seinni árum skuli sjókvíaeldi, nú í þriðja, fjórða skiptið,vera reynt. Nú er verið að reyna þennan mengandi iðnað hér og með ófyrirséðum afleiðingum fyrir náttúruna.Kassinn sem geymir rúmlega 180 þúsund undirskriftir.GolliNú segja handhafar sjókvíaeldisleyfa að tækninni fleyti fram og að eldið sé að verða umhverfisvænna. Hvað segirðu við því? „Sjókvíaeldi hefur ekkert breyst undanfarin ár. Þetta er ennþá netapoki eins og lögin kalla þennan búnað sem hangir á grind. Þetta er bara net og við vitum að það er ekki spurning hvort net geti rifnað heldur hvenær. Tæknin er hins vegar að þróast mjög hratt. Það eru að verða gríðarlegar framfarir í landeldi og þar höfum við á Íslandi bestu aðstæður í heimi, og það er ekki bara orð okkar sem erum að berjast fyrir villta laxinum, heldur sérfræðinga hafrannsóknarstofnunar. Við höfum hér mikið af heitu vatni, mikið landsvæði; kjöraðstæður til að ala fisk á landi. Við höfum nú þegar sýnt það. Íslendingar eru sjálfsagt sú þjóð í heiminum sem er komin lengst í bleikjueldi og ég held að íslenskir athafnamenn, sem stunda bleikjueldi, nánast eigi þann markað bara á heimsvísu, eða stóran hluta af honum.“Og þið vonist nú til þess að undirskriftarsöfnunin hafi einhver áhrif?„Við vonumst til þess. Það voru ný lög samþykkt um fiskeldi, breytingar á eldri lögum núna í júní og þar er kveðið á um að þeim lögum skuli breyta aftur eigi seinna en 1. maí 2024 þannig að við Íslendingar höfum tækifæri til að herða enn frekar lögin og við viljum sjá að það fari ekki fleiri sjókvíar ofan í firðina okkar og að það verði hreinlega lögð lína um það að allar sjókvíar verði bannaðar og allt eldi fært á land á næstu árum. Við vonumst til að ný löggjöf muni leggja þá línu,“ segir Jón Kaldal. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók við undirskriftalistanum fyrir hönd Alþingis í morgun. Síðasta vor hleyptu Patagonia, bandarískt útivistarvörufyrirtæki og WeMove af stað undirskriftarsöfnun með stuðningi Íslenskra náttúruverndarsamtaka þar sem skorað er á stjórnvöld að láta af opnu sjókvíaeldi. Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, segist hafa miklar áhyggjur af áhrifum opins sjókvíaeldis á villta laxastofna.Mihela Hladin Wolfe, framkvæmdastjóri náttúruverndarverkefna Patagonia í Evrópu, afhenti forseta Alþingis kassa með 180.164 undirskriftum. Til hægri er Ryan Gellert, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Patagonia.Golli„Laxeldi í opnum sjókvíum fer þannig fram að það er netapoki hengdur í grind og svo er fiskur settur í netið. Öll mengun og allur úrgangur; lyf, skordýraeitur og annað sem fer í netið og í kvíarnar rennur síðan beint í sjóinn. Það er gríðarleg staðbundin mengun af þessari starfsemi. Í kvíunum er ítrekað mikið lúsafár, núna í síðustu viku var verið að eitra í sjókvíum á sunnanverðum vestfjörðum, bæði hjá Arnarlaxi og Arctic Sea Farm út af laxalús sem er þar grasserandi,“ segir Jón. Síðan sleppi reglulega fiskar úr sjúkvíum. „Þetta húsdýr sem eldislaxinn er, það er stórhættulegt þegar það blandast villtum stofnum. Þá kemur inn DNA úr skepnu sem hefur verið alin sem húsdýr í einhverjar tólf kynslóðir og hefur allt aðra eiginleika en hafa orðið til í náttúruvali í þúsundum ára hjá villtu stofnunum. Þegar erfðablöndunin verður þá ógnar það mjög afkomu villtu fiskanna okkar.“ Villti laxastofninn eigi þegar undir högg að sækja. „Villti laxinn á nú þegar við erfiðar aðstæður að glíma í hafinu út af loftslagsbreytingum, hækkandi sýrustigi, þannig að með því að bæta við sjókvíum í firðina við Ísland og annars staðar, þá erum við að þrengja verulega að laxi sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Við, hér á Íslandi, eigum sterka og góða laxastofna og okkur hefur farnast vel í verndarmálum villta laxins. Þess vegna er ótrúlega sorglegt að núna á þessum seinni árum skuli sjókvíaeldi, nú í þriðja, fjórða skiptið,vera reynt. Nú er verið að reyna þennan mengandi iðnað hér og með ófyrirséðum afleiðingum fyrir náttúruna.Kassinn sem geymir rúmlega 180 þúsund undirskriftir.GolliNú segja handhafar sjókvíaeldisleyfa að tækninni fleyti fram og að eldið sé að verða umhverfisvænna. Hvað segirðu við því? „Sjókvíaeldi hefur ekkert breyst undanfarin ár. Þetta er ennþá netapoki eins og lögin kalla þennan búnað sem hangir á grind. Þetta er bara net og við vitum að það er ekki spurning hvort net geti rifnað heldur hvenær. Tæknin er hins vegar að þróast mjög hratt. Það eru að verða gríðarlegar framfarir í landeldi og þar höfum við á Íslandi bestu aðstæður í heimi, og það er ekki bara orð okkar sem erum að berjast fyrir villta laxinum, heldur sérfræðinga hafrannsóknarstofnunar. Við höfum hér mikið af heitu vatni, mikið landsvæði; kjöraðstæður til að ala fisk á landi. Við höfum nú þegar sýnt það. Íslendingar eru sjálfsagt sú þjóð í heiminum sem er komin lengst í bleikjueldi og ég held að íslenskir athafnamenn, sem stunda bleikjueldi, nánast eigi þann markað bara á heimsvísu, eða stóran hluta af honum.“Og þið vonist nú til þess að undirskriftarsöfnunin hafi einhver áhrif?„Við vonumst til þess. Það voru ný lög samþykkt um fiskeldi, breytingar á eldri lögum núna í júní og þar er kveðið á um að þeim lögum skuli breyta aftur eigi seinna en 1. maí 2024 þannig að við Íslendingar höfum tækifæri til að herða enn frekar lögin og við viljum sjá að það fari ekki fleiri sjókvíar ofan í firðina okkar og að það verði hreinlega lögð lína um það að allar sjókvíar verði bannaðar og allt eldi fært á land á næstu árum. Við vonumst til að ný löggjöf muni leggja þá línu,“ segir Jón Kaldal.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira