450 alþjóðlegir kvenleiðtogar ræða málin í Hörpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:59 Hluti þeirra kvenleiðtoga sem sækja heimsþingið heimsóttu Alþingi í morgun. Alþingi Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum. Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum.
Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03