„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 06:51 Mynd úr skjölum málsins sem sýnir konuna, sem gengur undir dulnefninu Jane Doe 15, á unglingsárunum. Vísir/afp Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39
Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00