En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Þjóðskrá, að skrásetja skyldi alla Íslendinga Siggeir F. Ævarsson skrifar 19. nóvember 2019 08:30 Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skattar og tollar Trúmál Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun