Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 07:33 Tveir stóru bankanna segja að meint framferði Samherja í Namibíu verði tekið til umræðu. Sá þriðji gefur ekkert upp. Vísir Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela. Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela.
Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20