Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 07:33 Tveir stóru bankanna segja að meint framferði Samherja í Namibíu verði tekið til umræðu. Sá þriðji gefur ekkert upp. Vísir Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela. Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela.
Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20