Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Eva Hauksdóttir skrifar 19. nóvember 2019 11:30 Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér, rannsókn komin í fullan gang og nú er verið að frysta eigur „hákarlanna“. Á Íslandi hafa fjölmiðlar lagt sig fram um að upplýsa málið og hafa m.a. birt almenningi gögn sem gefa sterka vísbendingu um að íslenskt fyrirtæki sé löðrandi í spillingu. Þeir sem rannsóknarskyldan hvílir á fara sér hinsvegar hægt. Heyrst hefur að málið sé á borði saksóknara en sex dögum eftir afhjúpun Kveiks og Stundarinnar fer enn engum sögum af neinum rannsóknaraðgerðum. Þannig hefur ekkert heyrst um að forsvarsmenn Samherja hafi verið boðaðir í skýrslutöku, að húsleit hafi verið gerð eða bókhald haldlagt. Allra síst hefur gæsluvarðhald verið nefnt sem möguleiki enda væntanlega engar líkur á því að þessir óskattfælnu sómamenn eyði gögnum eða reyni að hafa áhrif á framburð vitna. Pistlahöfundar arga á aðgerðir, samfélagsmiðlar loga en ekkert bendir til þess að þeir sem valdið hafa séu að spá í kyrrsetningu eigna eða aðrar aðgerðir sem gætu takmarkað tjónið.Í augum alheimsins Á Alþingi hnakkrífast fjármálaráðherra og þingflokksformaður Samfylkingarinnar um það hvort Ísland sé álitið spillingarbæli eða ekki. Ekki hvort Ísland sé spillingarbæli heldur hvernig þetta líti nú allt út í augum alheimsins. Annar Samfylkingarmaður tjáir sig um möguleikana á að sjávarútvegsráðherra dragi sig í hlé og að eignir verði kyrrsettar meðan á rannsókn stendur en mætir útúrsnúningum af hálfu þingmanns Sjálfstæðisflokkins sem jafnframt hefur mestar áhyggjur af því að þingmenn séu að „sverta Ísland út um allan heim". Vandamálið er ekki það að Samherji hafi varpað rýrð á Ísland, heldur eru skúrkarnir þeir sem eru hneykslaðir á Samherja. Ríkisstjórnin er hin rólegasta. Forsætisráðherra býður upp á sömu sápukúlurnar og venjulega; þetta er skammarlegt og þarf að rannsaka. Hún hefur áhyggjur af orðspori Íslands út á við en ber samt fullt traust til sjávarútvegsráðherra. Þess sama sjávarútvegsráðherra og hefur gengið á fund mútuþeganna. Það er alveg nóg fyrir forsætisráðherra að hún trúi engu misjöfnu upp á samráðherra sinn sjálf, það skiptir ekki máli þótt almenningur í landinu dragi ályktanir af þeim gögnum sem fyrir liggja. Traustið til sjávarútvegsráðherra og þar með ríkisstjórnarinnar innanlands er ekki það sem máli skiptir, heldur ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Samgönguráðherra gefur sömuleiðis lítið fyrir áhyggjur Íslendinga af óheiðarlegum viðskiptaháttum enda „fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji stundi mútugreiðslur á Íslandi. Kannski fannst ráðherra það ekkert fjarstæðukennt að íslenskt fyrirtæki greiddi mútur til þess að sölsa undir sig aflaheimildir í Namibíu.Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað Viðbrögð fjármálaráðherra eru álíka ömurleg og venjulega. Það er kannski ekki við því að búast að fjármálaráðherra átti sig á því hvað það eiginlega er sem fólki misbýður. Hann var jú endurkjörinn einmitt í kjölfar þess að nafn hans birtist í hinum alræmdu Panamaskjölum þar sem fram kom að hann hefur átt aflandsfélag. Ekkert hefur komið fram um að hann hafi stundað skattaundanskot en ljóst að hann var í góðri aðstöðu til þess og í því aldarfari sem ríkt hefur á Íslandi frá hruni nægir það til þess að gera eftirfarandi klausu úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í meira lagi kaldhæðnislega:Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.Maður sem kann að skammast sín hefði roðnað upp í hársrætur og beðist afsökunar á þessum innistæðulausa sjálfbirgingshætti þegar Ísland lenti á gráum lista yfir ríki sem vanrækja varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (en þar gegna skattaskjól lykilhlutverki). En ekki fjármalaráðherra Íslands. Hann viðurkenndi kinnroðalaust að það væri jú losarabragur á þessum málum hjá okkur en harðneitaði því að Ísland ætti heima á listanum og lagði jafnframt áherslu á að virkni Íslands í samstarfinu ætti ekki aðeins að felast í því að fara eftir ábendingum FATF „heldur einnig benda á hvað megi betur fara hjá öðrum ríkjum.“ Það þarf því ekki að koma neinum á óvart þótt sami fjármálaráðherra bendi á það sem betur má fara hjá Namibíu þegar Samherji er með brúnt í buxunum. Dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði. Fyrrum dómsmálaráðherra notar á hinn bóginn tækifærið til að viðra efasemdir sínar um gildi þróunaraðstoðar. Jafnframt tekur hún í svipaðan streng og fjármálaráðherra og harmar það að íslenskt fyrirtæki hafi verið sett í þá erfiðu aðstöðu að neyðast til að brjóta lög til þess að geta sölsað undir sig auðlindir. Það er nú eitthvað annað hér heima þar sem útgerðarmenn fá auðlindirnar bara gefins. Samherjar í raun Í öllu fárinu sitjum við uppi með sjávarútvegsráðherra sem er nógu vinveittur meintum glæpaforingja til þess að hringja í hann og spyrja um persónulega líðan hans þegar vitnisburður fyrrum starfsmanns og önnur gögn sem benda eindregið til umfangsmikillar glæpastarfssemi eru birt almenningi. Honum þykir nefnilega ekki bara vænt um Þorstein Má heldur hefur hann einnig taugar til Samherja. Traustur vinur getur gert kraftaverk. Forsætisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að sjávarútvegsráðherra hafi tekið upp á því að fremja kraftaverk fyrir vini sína. Sjávarútvegsráðherra og samgönguráðherra fylgja vinarþeli sínu eftir, drífa sig til Dalvíkur og heimsækja Samherja. Ekki til að gera forsvarsmönnum grein fyrir því að ríkisstjórnin líti málið alvarlegum augum (enda gerir hún það ekki) heldur til þess að losa landfestar skips sem hélt svo á haf út til að sækja gjafakvóta handa eigendunum. Fyrst og fremst þó til að fagna byggingu fiskvinnsluhúss sem mögulega er byggt fyrir fé sem fyrirtækið hafði af Namibíumönnum með margháttaðri glæpastarfsemi. Það er engin skylda ráðamanna að mæta á slíkar hátíðir eða blessa fyrirtæki þegar þau stuðla að uppbyggingu atvinnulífs. Það er ekki einu sinni sterk hefð fyrir því. Eins og bent hefur verið á mætti enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Tálknafjörð þegar álíka stórt fyrirtæki var tekið i notkun þar fyrir skömmu En kannski á Artic Fish ekki neina vini í ríkisstjórninni. Og það eru ekki aðeins þeir sem verma ráðherrastólana sem sýna Samherja og stjórnendum hans vinarhug á þessum erfiðu tímum. Varaformaður Miðflokksins kvartar undan æsifréttamennsku og á þá við sérlega vandaða úttekt sem studd er sönnunargögnum. Hann lýsir því yfir að hugur sinn sé hjá starfsmönnum Samherja, þótt engum spjótum hafi verið beint að öðrum en æðstu stjórnendum og biður fólk fyrir alla muni að hugsa um börnin. Og það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem afhjúpa þá afstöðu sína að ímyndin skipti meira máli en innistæðan. Samtök atvinnulífsins eru líka slegin yfir fréttunum en telja þó jákvætt að stjórn Samherja hafi gripið til „afdráttarlausra aðgerða“ til að endurvinna traust. Enn sem fyrr er aðalmálið að orðspor Íslands og íslensks atvinnulífs bíði sem minnsta hnekki. Í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að Samherji þurfi að „leggja spil sín á borðið gagnvart þeim eftirlitsaðilum sem í hlut eiga.“ Ekkert liggur fyrir um að Samherji hafi afhent eftirlitsaðilum eitt eða neitt. Það sem Samherji hefur gert til að „endurvinna traust“ er að ráða sér lögmenn til að rannsaka fyrirtækið, ásamt því að leita til almannatengla og markaðssetningarfyrirtækja. Þetta eru í það minnsta einu „afdráttarlausu aðgerðirnar“ sem almenningur hefur fengið veður af. Það jákvæða sem Samtök atvinnulífsins sjá í stöðunni er því ekki það að Samherji hafi sýnt það í verki að forsvarsmenn ætli að svara spurningum fréttamanna undanbragðalaust, opna bókhaldið og undirgangast rannsókn til þess bærra yfirvalda, heldur eitthvað allt annað.Tvíþættur vandi Að öllu samanlögðu er ekki annað að sjá en að það sé orðspor Íslands og útgerðarmanna sem helstu valda- og áhrifamenn hafa mestar áhyggjur af. Vandamálið er tvíþætt; annarsvegar spillingin i einhverju bananalýðveldi sem kemur okkur ekki við og hinsvegar neikvæð umræða. Þegar upp er staðið er það sem máli skiptir nefnilega ímyndin. Ekki að það sé einhver innistæða fyrir henni. Það þarf enginn að verða hissa á því þótt rannsókn verði dregin úr hófi. Það ætti heldur ekki að koma á óvart þótt reynt verði að lappa upp á ímyndina með stórkallalegum yfirlýsingum um að Ísland ætli að komast í fremstu röð þeirra ríkja sem berjast gegn mútugreiðslum og rányrkju. Allra síst þurfum við að undrast ef ráðamenn hafna áliti alþjóðlegra eftirlitsstofnana í þessu máli sem öðrum.Höfundur er álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Samherjaskjölin Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér, rannsókn komin í fullan gang og nú er verið að frysta eigur „hákarlanna“. Á Íslandi hafa fjölmiðlar lagt sig fram um að upplýsa málið og hafa m.a. birt almenningi gögn sem gefa sterka vísbendingu um að íslenskt fyrirtæki sé löðrandi í spillingu. Þeir sem rannsóknarskyldan hvílir á fara sér hinsvegar hægt. Heyrst hefur að málið sé á borði saksóknara en sex dögum eftir afhjúpun Kveiks og Stundarinnar fer enn engum sögum af neinum rannsóknaraðgerðum. Þannig hefur ekkert heyrst um að forsvarsmenn Samherja hafi verið boðaðir í skýrslutöku, að húsleit hafi verið gerð eða bókhald haldlagt. Allra síst hefur gæsluvarðhald verið nefnt sem möguleiki enda væntanlega engar líkur á því að þessir óskattfælnu sómamenn eyði gögnum eða reyni að hafa áhrif á framburð vitna. Pistlahöfundar arga á aðgerðir, samfélagsmiðlar loga en ekkert bendir til þess að þeir sem valdið hafa séu að spá í kyrrsetningu eigna eða aðrar aðgerðir sem gætu takmarkað tjónið.Í augum alheimsins Á Alþingi hnakkrífast fjármálaráðherra og þingflokksformaður Samfylkingarinnar um það hvort Ísland sé álitið spillingarbæli eða ekki. Ekki hvort Ísland sé spillingarbæli heldur hvernig þetta líti nú allt út í augum alheimsins. Annar Samfylkingarmaður tjáir sig um möguleikana á að sjávarútvegsráðherra dragi sig í hlé og að eignir verði kyrrsettar meðan á rannsókn stendur en mætir útúrsnúningum af hálfu þingmanns Sjálfstæðisflokkins sem jafnframt hefur mestar áhyggjur af því að þingmenn séu að „sverta Ísland út um allan heim". Vandamálið er ekki það að Samherji hafi varpað rýrð á Ísland, heldur eru skúrkarnir þeir sem eru hneykslaðir á Samherja. Ríkisstjórnin er hin rólegasta. Forsætisráðherra býður upp á sömu sápukúlurnar og venjulega; þetta er skammarlegt og þarf að rannsaka. Hún hefur áhyggjur af orðspori Íslands út á við en ber samt fullt traust til sjávarútvegsráðherra. Þess sama sjávarútvegsráðherra og hefur gengið á fund mútuþeganna. Það er alveg nóg fyrir forsætisráðherra að hún trúi engu misjöfnu upp á samráðherra sinn sjálf, það skiptir ekki máli þótt almenningur í landinu dragi ályktanir af þeim gögnum sem fyrir liggja. Traustið til sjávarútvegsráðherra og þar með ríkisstjórnarinnar innanlands er ekki það sem máli skiptir, heldur ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Samgönguráðherra gefur sömuleiðis lítið fyrir áhyggjur Íslendinga af óheiðarlegum viðskiptaháttum enda „fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji stundi mútugreiðslur á Íslandi. Kannski fannst ráðherra það ekkert fjarstæðukennt að íslenskt fyrirtæki greiddi mútur til þess að sölsa undir sig aflaheimildir í Namibíu.Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað Viðbrögð fjármálaráðherra eru álíka ömurleg og venjulega. Það er kannski ekki við því að búast að fjármálaráðherra átti sig á því hvað það eiginlega er sem fólki misbýður. Hann var jú endurkjörinn einmitt í kjölfar þess að nafn hans birtist í hinum alræmdu Panamaskjölum þar sem fram kom að hann hefur átt aflandsfélag. Ekkert hefur komið fram um að hann hafi stundað skattaundanskot en ljóst að hann var í góðri aðstöðu til þess og í því aldarfari sem ríkt hefur á Íslandi frá hruni nægir það til þess að gera eftirfarandi klausu úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í meira lagi kaldhæðnislega:Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.Maður sem kann að skammast sín hefði roðnað upp í hársrætur og beðist afsökunar á þessum innistæðulausa sjálfbirgingshætti þegar Ísland lenti á gráum lista yfir ríki sem vanrækja varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (en þar gegna skattaskjól lykilhlutverki). En ekki fjármalaráðherra Íslands. Hann viðurkenndi kinnroðalaust að það væri jú losarabragur á þessum málum hjá okkur en harðneitaði því að Ísland ætti heima á listanum og lagði jafnframt áherslu á að virkni Íslands í samstarfinu ætti ekki aðeins að felast í því að fara eftir ábendingum FATF „heldur einnig benda á hvað megi betur fara hjá öðrum ríkjum.“ Það þarf því ekki að koma neinum á óvart þótt sami fjármálaráðherra bendi á það sem betur má fara hjá Namibíu þegar Samherji er með brúnt í buxunum. Dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði. Fyrrum dómsmálaráðherra notar á hinn bóginn tækifærið til að viðra efasemdir sínar um gildi þróunaraðstoðar. Jafnframt tekur hún í svipaðan streng og fjármálaráðherra og harmar það að íslenskt fyrirtæki hafi verið sett í þá erfiðu aðstöðu að neyðast til að brjóta lög til þess að geta sölsað undir sig auðlindir. Það er nú eitthvað annað hér heima þar sem útgerðarmenn fá auðlindirnar bara gefins. Samherjar í raun Í öllu fárinu sitjum við uppi með sjávarútvegsráðherra sem er nógu vinveittur meintum glæpaforingja til þess að hringja í hann og spyrja um persónulega líðan hans þegar vitnisburður fyrrum starfsmanns og önnur gögn sem benda eindregið til umfangsmikillar glæpastarfssemi eru birt almenningi. Honum þykir nefnilega ekki bara vænt um Þorstein Má heldur hefur hann einnig taugar til Samherja. Traustur vinur getur gert kraftaverk. Forsætisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að sjávarútvegsráðherra hafi tekið upp á því að fremja kraftaverk fyrir vini sína. Sjávarútvegsráðherra og samgönguráðherra fylgja vinarþeli sínu eftir, drífa sig til Dalvíkur og heimsækja Samherja. Ekki til að gera forsvarsmönnum grein fyrir því að ríkisstjórnin líti málið alvarlegum augum (enda gerir hún það ekki) heldur til þess að losa landfestar skips sem hélt svo á haf út til að sækja gjafakvóta handa eigendunum. Fyrst og fremst þó til að fagna byggingu fiskvinnsluhúss sem mögulega er byggt fyrir fé sem fyrirtækið hafði af Namibíumönnum með margháttaðri glæpastarfsemi. Það er engin skylda ráðamanna að mæta á slíkar hátíðir eða blessa fyrirtæki þegar þau stuðla að uppbyggingu atvinnulífs. Það er ekki einu sinni sterk hefð fyrir því. Eins og bent hefur verið á mætti enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Tálknafjörð þegar álíka stórt fyrirtæki var tekið i notkun þar fyrir skömmu En kannski á Artic Fish ekki neina vini í ríkisstjórninni. Og það eru ekki aðeins þeir sem verma ráðherrastólana sem sýna Samherja og stjórnendum hans vinarhug á þessum erfiðu tímum. Varaformaður Miðflokksins kvartar undan æsifréttamennsku og á þá við sérlega vandaða úttekt sem studd er sönnunargögnum. Hann lýsir því yfir að hugur sinn sé hjá starfsmönnum Samherja, þótt engum spjótum hafi verið beint að öðrum en æðstu stjórnendum og biður fólk fyrir alla muni að hugsa um börnin. Og það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem afhjúpa þá afstöðu sína að ímyndin skipti meira máli en innistæðan. Samtök atvinnulífsins eru líka slegin yfir fréttunum en telja þó jákvætt að stjórn Samherja hafi gripið til „afdráttarlausra aðgerða“ til að endurvinna traust. Enn sem fyrr er aðalmálið að orðspor Íslands og íslensks atvinnulífs bíði sem minnsta hnekki. Í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að Samherji þurfi að „leggja spil sín á borðið gagnvart þeim eftirlitsaðilum sem í hlut eiga.“ Ekkert liggur fyrir um að Samherji hafi afhent eftirlitsaðilum eitt eða neitt. Það sem Samherji hefur gert til að „endurvinna traust“ er að ráða sér lögmenn til að rannsaka fyrirtækið, ásamt því að leita til almannatengla og markaðssetningarfyrirtækja. Þetta eru í það minnsta einu „afdráttarlausu aðgerðirnar“ sem almenningur hefur fengið veður af. Það jákvæða sem Samtök atvinnulífsins sjá í stöðunni er því ekki það að Samherji hafi sýnt það í verki að forsvarsmenn ætli að svara spurningum fréttamanna undanbragðalaust, opna bókhaldið og undirgangast rannsókn til þess bærra yfirvalda, heldur eitthvað allt annað.Tvíþættur vandi Að öllu samanlögðu er ekki annað að sjá en að það sé orðspor Íslands og útgerðarmanna sem helstu valda- og áhrifamenn hafa mestar áhyggjur af. Vandamálið er tvíþætt; annarsvegar spillingin i einhverju bananalýðveldi sem kemur okkur ekki við og hinsvegar neikvæð umræða. Þegar upp er staðið er það sem máli skiptir nefnilega ímyndin. Ekki að það sé einhver innistæða fyrir henni. Það þarf enginn að verða hissa á því þótt rannsókn verði dregin úr hófi. Það ætti heldur ekki að koma á óvart þótt reynt verði að lappa upp á ímyndina með stórkallalegum yfirlýsingum um að Ísland ætli að komast í fremstu röð þeirra ríkja sem berjast gegn mútugreiðslum og rányrkju. Allra síst þurfum við að undrast ef ráðamenn hafna áliti alþjóðlegra eftirlitsstofnana í þessu máli sem öðrum.Höfundur er álitshafi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun