Lilja skipar flokksbróður nýjan ráðuneytisstjóra Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2019 17:04 Páll Magnússon hefur að undanförnu starfað sem bæjarritari Kópavogs. Stjórnarráðið Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Skipað er í embættið til fimm ára frá og með 1. desember næstkomandi. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur áður starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, en síðustu ár sem bæjarritari Kópavogs. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrettán hafi sótt um stöðuna. Sérstök hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur mjög hæfa til þess að gegna stöðunni og í kjölfarið boðaði ráðherra þá í viðtal, þar sem ítarlega hafi verið farið ofan í einstaka þætti starfsins og sýn umsækjenda. „Var það mat ráðherra, að Páll Magnússon væri hæfastur umsækjenda til að stýra ráðuneytinu Páll hafi fjölþætta menntun og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningunni. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Friðrik Jónsson, deildarstjóri Guðmundur Sigurðsson, prófessor Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Helgi Grímsson, sviðsstjóri Hlynur Sigursveinsson, hagfræðingur Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Magnús Einarsson, framhaldsskólakennari Margrét Björk Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður Páll Magnússon, bæjarritari Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri. Í tilkynningunni segir að Páll hafi lokið meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. „Hann er auk þess með BA-gráðu í guðfræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarritari hjá Kópavogsbæ, stýrt umbótum á stjórnsýslu bæjarins og m.a. haft forgöngu um innleiðingu gæðakerfis. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um sjö ára skeið, sem aðstoðarmaður ráðherra. Páll sat í stjórn Landsvirkjunar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem formaður frá 2007 til 2008, var varaformaður útvarpsráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórnarformaður Fjárfestingastofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tímabili varamaður í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB). Á árunum 1990-1998 var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007. Páll hefur talsvert sinnt málefnum barna, m.a. með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Kópavogsbæ, en það verkefni hefur leitt til samstarfs bæjarins við UNICEF – barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur setið í stjórnum Vímulausrar æsku, Umhyggju – félags langveikra barna og Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar,“ segir í tilkynningunni. Framsóknarflokkurinn Kópavogur Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Skipað er í embættið til fimm ára frá og með 1. desember næstkomandi. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur áður starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, en síðustu ár sem bæjarritari Kópavogs. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrettán hafi sótt um stöðuna. Sérstök hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur mjög hæfa til þess að gegna stöðunni og í kjölfarið boðaði ráðherra þá í viðtal, þar sem ítarlega hafi verið farið ofan í einstaka þætti starfsins og sýn umsækjenda. „Var það mat ráðherra, að Páll Magnússon væri hæfastur umsækjenda til að stýra ráðuneytinu Páll hafi fjölþætta menntun og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningunni. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Friðrik Jónsson, deildarstjóri Guðmundur Sigurðsson, prófessor Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Helgi Grímsson, sviðsstjóri Hlynur Sigursveinsson, hagfræðingur Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Magnús Einarsson, framhaldsskólakennari Margrét Björk Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður Páll Magnússon, bæjarritari Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri. Í tilkynningunni segir að Páll hafi lokið meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. „Hann er auk þess með BA-gráðu í guðfræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarritari hjá Kópavogsbæ, stýrt umbótum á stjórnsýslu bæjarins og m.a. haft forgöngu um innleiðingu gæðakerfis. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um sjö ára skeið, sem aðstoðarmaður ráðherra. Páll sat í stjórn Landsvirkjunar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem formaður frá 2007 til 2008, var varaformaður útvarpsráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórnarformaður Fjárfestingastofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tímabili varamaður í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB). Á árunum 1990-1998 var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007. Páll hefur talsvert sinnt málefnum barna, m.a. með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Kópavogsbæ, en það verkefni hefur leitt til samstarfs bæjarins við UNICEF – barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur setið í stjórnum Vímulausrar æsku, Umhyggju – félags langveikra barna og Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar,“ segir í tilkynningunni.
Framsóknarflokkurinn Kópavogur Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira