Nýtt viðskiptaráð eflir tengsl Rússa og Íslendinga 2. nóvember 2019 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands. fréttablaðið/anton brink Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira