Fylgjast með stöðunni eftir mannskætt þyrluslys í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 20:44 TF-EIR, önnur af tveimur leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar. Þær eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00
Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53
Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00