Sætasta og skemmtilegasta svín landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 19:15 Mikill vinskapur hefur skapast á milli Gríshildar og Siggu enda tímir hún ekki að slátra henni og hvað þá að borða hana um jólin. Gríshildur elskar að láta Siggu klóra sér. Vísir/Magnús Hlynur Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira