Umferðaraukning heldur ekki í við fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 13:00 Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Vísir/Vilhelm Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira