Hörgdælir segja tindinn miklu fallegri sín megin og ekki heita Hraundrangi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2019 20:28 Horft úr Hörgárdal á drangann frá bænum Staðarbakka. Stöð 2/Arnar Halldórsson, Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Sjá meira
Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Sjá meira
Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04
Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30