Merkið FACEBOOK mun breyta um lit, eftir því í hvaða miðli fyrirtækisins það birtist. Breytingin mun taka gildi á komandi vikum, samkvæmt tilkynningu.
Áhugasamir geta kynnt sér hönnunarferli nýja merkisins hér.
Samkvæmt Bloomberg kom til greina að breyta nafni móðurfélagsins. Það var þó ekki lendingin og var það vegna þess að forsvarsmenn Facebook vildu ekki láta líta út fyrir að þeir væru á flótta undan vandræðum Facebook. Þau eru umtalsverð.

Facebook hefur einnig verið harðlega gagnrýnt vegna meðhöndlunar á persónuupplýsingum og vegna umsvifa þess og stærðar. Stjórnmálamenn vestanhafs hafa jafnvel lagt til að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi og öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur meðal annara lagt það til.
Sömuleiðis hefur fyrirtækið orðið fyrir mótlæti vegna áætlunar um að stofna rafmynt sem hægt verði að nota til að greiða fyrir vörur og þjónustu
47 ríkissaksóknarar víðsvegar um Bandaríkin rannsaka nú viðskiptahætti Facebook og þá með sérstakri áherslu á það hvort forsvarsmenn þess hafi brotið samkeppnislög. Rannsóknir þessar eru leiddar af ríkissaksóknara New York.