Á að vinna að útfærslu á sykurskatti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:36 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið
Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07