„Fjölnismenn voru ansi nærri því að kasta þessu frá sér undir lokin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar og fór yfir lok leiksins með sérfræðingum þáttarins.
„Fjölnismenn voru með þriggja marka forskot og það var bara allt geðbilað í húsinu. Frábær stemmning,“ sagði Henry Birgir.
„Það var vitað mál að ÍBV myndi koma með áhlaup á lokamínútunum og það var vel gert hjá Fjölni að standast það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur hjá Seinni bylgjunni.
„Þetta voru svona dæmigerðar ákvarðanir hjá óreyndu liði. Þeir klikka á dauðafæri og taka slæmar ákvarðanir. Það er ekki auðvelt að æfa svona síðustu fimm mínúturnar,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.
Það má sjá lokakaflanum í leiknum í Eyjum hér fyrir neðan en hann var ekki fyrir hjartveika.