Stýrivextir halda áfram að lækka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. Lækkunin er í samræmi við það sem greining Íslandsbanka spáði í liðinni viku en hagdeild Landsbankans hafði spáð því að vaxtalækkun yrði ekki aftur fyrr en í desember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er vísað í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í nóvemberhefti Peningamála. Samkvæmt þjóðhagsspánni hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var hins vegar meiri en spáð hafði verið og er því áfram gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á árinu öllu, líkt og gert var í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað og er nú spáð 1,6% hagvexti. Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í sumar. Vaxtalækkunin nú er sú þriðja í röðinni síðan hann tók við því embætti en í lok ágúst var tilkynnt að stýrivextir myndu lækka úr 3,75% í 3,5%. Áður hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti í maí og júní en í mars héldust vextirnir óbreyttir, eða 4,5%. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5% síðan þá.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. https://t.co/uVLWyjPy0qpic.twitter.com/ZmtQiGZs2w — Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) November 6, 2019Í yfirlýsingu peningastefnunefndar nú er einnig fjallað um verðbólguna og þróunina í þeim efnum:Verðbólga hefur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í október mældist hún 2,8%. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar verið þrálátari. Horfur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í markmið undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar hafa haldið áfram að lækka og eru við markmið miðað við flesta mælikvarða. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega milli funda.Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eftir að koma fram að fullu. Lækkun vaxta hefur stutt við eftirspurn og miðað við spá bankans ætti núverandi vaxtastig að duga til að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma og fulla nýtingu framleiðsluþátta.Þá mun boðuð slökun í aðhaldi ríkisfjármála leggjast á sömu sveif. Efnahagshorfur gætu hins vegar verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Vextir verða því sem hér segir:1. Daglán 4,75%2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%3. Innlán bundin í 7 daga 3,00%4. Viðskiptareikningar 2,75%5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 2,75%6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00%Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51 Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. 9. október 2019 10:51
Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. 1. nóvember 2019 09:25