Íslenzku rjúpunni til varnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. nóvember 2019 11:00 Nýlega fékk undirritaður í hendur ítarleg rannsóknarskjöl um þróun og stöðu rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Bar aðalskjalið heitið „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, dagsett 6. september. Undirskjal sýnir stofnbreytingar rjúpu 2018-2019 á öllum talningarsvæðum landsins, 32 að tölu. Segir þetta skjal meira en margvíslegar vangaveltur og mörg orð. Af þessum 32 svæðum dregst stofnstærð saman, allt að 70%, á 26 svæðum, á sama tíma og stofninn styrkist aðeins á 6 svæðum. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er stofninn á öllum fjórum svæðunum í stórfelldum mínus. Á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema tveir karrar á ferkílómetra. Fyrir nokkrum áratugum náði þessi fjöldi 40 körrum. Það getur vart talizt siðsemi eða sanngirni og heiðarleiki gagnvart fuglinum og lífríkinu, að láta veiðimenn berja þetta svæði, með árásum á þá fáu fugla, sem þar eru eftir, í allt að 22 daga, nú í nóvember, og murka þannig kannske líftóruna úr síðustu fuglunum!? Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9, 2017 voru þeir 12. Í fyrra var hækkað í 15 daga, og nú var veiðimönnum sýnd sú rausn að hækka í 22 daga, þrátt fyrir það, að stofninn sé í frjálsu falli. Skilur þetta einhver? Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er samdráttur stofns líka verulegur á 13 af 14 veiðisvæðum. Aðeins á einu svæði á Vesturlandi styrkist stofninn lítillega. Hér gilda sömu athugasemdir. Hvernig í ósköpunum geta stjórnvöld leyft vaxandi veiðar á þessum svæðum!?? Á Norðausturlandi og Austurlandi eru 14 veiðisvæði, þar af 9 í mínus og aðeins 5 í plús. Mat undirritaðs er, að við hæfi hefði verið og full þörf á, að friða rjúpuna um allt land í ljósi þeirrar neikvæðu stofnþróunar, sem að ofan greinir. Ef menn vilja láta eftir veiðimönnum, út af gömlum matarvenjum, sem þó eru ekki nema viljinn til að gleðja sig og sinn munn, í eitt eða tvö skipti, á kostnað fallegra lífvera, sem prýða og auðga lífríkið langt umfram það, sem ein eða tvær máltíðir geta glatt bragðlauka veiðimanna, þá ætti að takmarka veiðar í ár við Norðausturland og Austurland; Suðausturland, Suðurland, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland ætti skilyrðislaust að friða í ár! Talað er um, að veiðimenn séu 6.000, og, að þeir fari að jafnaði 3-4 daga til veiða. Er hér reiknað með alls 12 fuglum á veiðimann. Á þennan hátt stefna stjórnvöld á veiðar að hámarki 72.000 fugla. Á það er vera kvóti ársins, undarlegt nokk meiri fjöldi en til margra ára, þó að stofn fuglsins sé á alvarlegri niðurleið. Getur þetta reikningsdæmi verið alvara manna!? Hanga veiðimenn yfir veiðum daglangt til að ná 3-4 rjúpum? 5-10 rjúpur á dag er væntanlega keppikefli veiðimanna, ef þeir þá yfirhöfuð finna fuglinn, en slík veiði, myndi þýða dráp 20 til 30 fugla á veiðimann yfir veiðitíma. Sé þetta rétt, yrði heildarveiði 120.000 til 180.000 fuglar, í stað 72.000 fugla kvótans, sem stjórnvöld stefna á og treysta. Stjórnvöld virðast trúa mikið á heiðarleika og löghlýðni veiðimanna, og virðast þau vera reiðubúin til að leggja höndina í eldinn fyrir þá. Byggja sína veiðistefnu ótrauð á því, að veiðimenn haldi sig innan 12 fugla marksins, þó að eftirlit sé ekkert. „Stofnunin leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil,“ skrifar forstjóri Náttúrufræðistofunnar til umhverfisráðherra 11. september sl. Er forstjórinn að boða, að búið sé að færa veiðistjórn frá Náttúrufræðistofnun til veiðimanna, enda treysti hann þeim fyllilega!? Það er engin önnur stjórnun, og „viðleitni til að draga sem mest úr“ eru aðeins innantóm orð. Eins mætti gefa bjórdrykkju eða notkun farsíma við akstur, eða þá ökuhraða, frjálsa og biðla svo til manna um það, að þeir nýti frelsið vel, hóflega, af sanngirni og heiðarlega. Og, svo bara treysta þeim. Stundum er talað um, að menn séu bláeygir. Eða, kannske er þetta meira undirlægjuháttur og eftirlátssemi við öfluga veiðimenn. Margir kunna að vera heiðarlegir í mannlegum samskiptum, en lítið verður oft úr þessum heiðarleika veiðimanna gagnvart bráðinni. Ef veiðimenn bæru tilfinningar eða virðingu fyrir dýrunum, væru þeir alls ekki að limlesta þau og drepa, að gamni sínu og sér til gleði. Nú til dags er þörfin engin. Gott dæmi um óheilindi Skotvíss kom fram á dögunum, en þá var fréttatilkynning í Morgunblaðinu um það, að Skotvís hefði gengið í Evrópska skotveiðasambandið, þó með fyrirvara við banni gegn lunda- og álkuveiðum, sem búið er að útrýma á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum, „… því nóg sé af þessum tegundum hér“, eftir því, sem Skotvís fullyrti. Sannleikurinn er þó annar, því skv. „Válista fugla“ NÍ frá 2018, er lundinn talinn „Tegund í bráðri útrýmingarhættu“, næst á eftir geirfugli og öðrum útdauðum tegundum á Íslandi. Ég sé ekki, að þetta veiðikerfi stjórnvalda verði lagað eða stokkað upp, þannig, að það virki eins og stefnt er að; rjúpunni til velferðar og verndar. Enda er búið að ofsækja og hrella þessa blessuðu veru í slíkum mæli, í gegnum ár og aldir, að engu tali tekur. Það er því löngu kominn tími til, að friða íslenzku rjúpuna alfarið og til frambúðar, þó að algjör friðun náist seint vegna óheiðarleika veiðimanna. Myndi friðun auðga og fegra fátæklegt íslenzkt lífríki, almenningi og ferðamönnum til yndis og gleði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nýlega fékk undirritaður í hendur ítarleg rannsóknarskjöl um þróun og stöðu rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Bar aðalskjalið heitið „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, dagsett 6. september. Undirskjal sýnir stofnbreytingar rjúpu 2018-2019 á öllum talningarsvæðum landsins, 32 að tölu. Segir þetta skjal meira en margvíslegar vangaveltur og mörg orð. Af þessum 32 svæðum dregst stofnstærð saman, allt að 70%, á 26 svæðum, á sama tíma og stofninn styrkist aðeins á 6 svæðum. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er stofninn á öllum fjórum svæðunum í stórfelldum mínus. Á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema tveir karrar á ferkílómetra. Fyrir nokkrum áratugum náði þessi fjöldi 40 körrum. Það getur vart talizt siðsemi eða sanngirni og heiðarleiki gagnvart fuglinum og lífríkinu, að láta veiðimenn berja þetta svæði, með árásum á þá fáu fugla, sem þar eru eftir, í allt að 22 daga, nú í nóvember, og murka þannig kannske líftóruna úr síðustu fuglunum!? Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9, 2017 voru þeir 12. Í fyrra var hækkað í 15 daga, og nú var veiðimönnum sýnd sú rausn að hækka í 22 daga, þrátt fyrir það, að stofninn sé í frjálsu falli. Skilur þetta einhver? Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er samdráttur stofns líka verulegur á 13 af 14 veiðisvæðum. Aðeins á einu svæði á Vesturlandi styrkist stofninn lítillega. Hér gilda sömu athugasemdir. Hvernig í ósköpunum geta stjórnvöld leyft vaxandi veiðar á þessum svæðum!?? Á Norðausturlandi og Austurlandi eru 14 veiðisvæði, þar af 9 í mínus og aðeins 5 í plús. Mat undirritaðs er, að við hæfi hefði verið og full þörf á, að friða rjúpuna um allt land í ljósi þeirrar neikvæðu stofnþróunar, sem að ofan greinir. Ef menn vilja láta eftir veiðimönnum, út af gömlum matarvenjum, sem þó eru ekki nema viljinn til að gleðja sig og sinn munn, í eitt eða tvö skipti, á kostnað fallegra lífvera, sem prýða og auðga lífríkið langt umfram það, sem ein eða tvær máltíðir geta glatt bragðlauka veiðimanna, þá ætti að takmarka veiðar í ár við Norðausturland og Austurland; Suðausturland, Suðurland, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland ætti skilyrðislaust að friða í ár! Talað er um, að veiðimenn séu 6.000, og, að þeir fari að jafnaði 3-4 daga til veiða. Er hér reiknað með alls 12 fuglum á veiðimann. Á þennan hátt stefna stjórnvöld á veiðar að hámarki 72.000 fugla. Á það er vera kvóti ársins, undarlegt nokk meiri fjöldi en til margra ára, þó að stofn fuglsins sé á alvarlegri niðurleið. Getur þetta reikningsdæmi verið alvara manna!? Hanga veiðimenn yfir veiðum daglangt til að ná 3-4 rjúpum? 5-10 rjúpur á dag er væntanlega keppikefli veiðimanna, ef þeir þá yfirhöfuð finna fuglinn, en slík veiði, myndi þýða dráp 20 til 30 fugla á veiðimann yfir veiðitíma. Sé þetta rétt, yrði heildarveiði 120.000 til 180.000 fuglar, í stað 72.000 fugla kvótans, sem stjórnvöld stefna á og treysta. Stjórnvöld virðast trúa mikið á heiðarleika og löghlýðni veiðimanna, og virðast þau vera reiðubúin til að leggja höndina í eldinn fyrir þá. Byggja sína veiðistefnu ótrauð á því, að veiðimenn haldi sig innan 12 fugla marksins, þó að eftirlit sé ekkert. „Stofnunin leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil,“ skrifar forstjóri Náttúrufræðistofunnar til umhverfisráðherra 11. september sl. Er forstjórinn að boða, að búið sé að færa veiðistjórn frá Náttúrufræðistofnun til veiðimanna, enda treysti hann þeim fyllilega!? Það er engin önnur stjórnun, og „viðleitni til að draga sem mest úr“ eru aðeins innantóm orð. Eins mætti gefa bjórdrykkju eða notkun farsíma við akstur, eða þá ökuhraða, frjálsa og biðla svo til manna um það, að þeir nýti frelsið vel, hóflega, af sanngirni og heiðarlega. Og, svo bara treysta þeim. Stundum er talað um, að menn séu bláeygir. Eða, kannske er þetta meira undirlægjuháttur og eftirlátssemi við öfluga veiðimenn. Margir kunna að vera heiðarlegir í mannlegum samskiptum, en lítið verður oft úr þessum heiðarleika veiðimanna gagnvart bráðinni. Ef veiðimenn bæru tilfinningar eða virðingu fyrir dýrunum, væru þeir alls ekki að limlesta þau og drepa, að gamni sínu og sér til gleði. Nú til dags er þörfin engin. Gott dæmi um óheilindi Skotvíss kom fram á dögunum, en þá var fréttatilkynning í Morgunblaðinu um það, að Skotvís hefði gengið í Evrópska skotveiðasambandið, þó með fyrirvara við banni gegn lunda- og álkuveiðum, sem búið er að útrýma á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum, „… því nóg sé af þessum tegundum hér“, eftir því, sem Skotvís fullyrti. Sannleikurinn er þó annar, því skv. „Válista fugla“ NÍ frá 2018, er lundinn talinn „Tegund í bráðri útrýmingarhættu“, næst á eftir geirfugli og öðrum útdauðum tegundum á Íslandi. Ég sé ekki, að þetta veiðikerfi stjórnvalda verði lagað eða stokkað upp, þannig, að það virki eins og stefnt er að; rjúpunni til velferðar og verndar. Enda er búið að ofsækja og hrella þessa blessuðu veru í slíkum mæli, í gegnum ár og aldir, að engu tali tekur. Það er því löngu kominn tími til, að friða íslenzku rjúpuna alfarið og til frambúðar, þó að algjör friðun náist seint vegna óheiðarleika veiðimanna. Myndi friðun auðga og fegra fátæklegt íslenzkt lífríki, almenningi og ferðamönnum til yndis og gleði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun