Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir og Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir skrifa 7. nóvember 2019 14:14 Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun