Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 15:32 Ásgeir Jónsson er að stimpla sig inn sem seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“ Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“
Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira