Skipun þverpólitískra þingmannanefnda ekki alltaf æskileg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 21:00 Umboðsmaður Alþingis kom á fund þriggja þingnefnda í morgun. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir. Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir.
Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu