Borgarfulltrúi vill breyttar reglur um frístundakortin Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Margir foreldrar kjósa að nýta frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Fréttablaðið/Ernir Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Á síðasta ári nýttu foreldrar tæplega fjórðungs barna í borginni frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundaheimili. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að einungis verði hægt að nýta kortið til að borga fyrir íþrótta- og tómstundanám. Oddviti Vinstri grænna segir þetta gera lítið úr starfi frístundaheimila. Foreldrar tæplega fjórðungs barna í 1.-4. bekk í Reykjavík notuðu frístundastyrk afkvæma sinna til að greiða fyrir vist á frístundaheimili eftir skóla haustið 2018. Þetta kemur fram í svari velferðarráðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. Um var að ræða 1.503 börn af alls 6.298 á þessum aldri í höfuðborginni.Segir ótrúlegt að styrkurinn sé notaður upp í dvöl á frístundarheimili „Að mínu mati er ótrúlegt að verið sé að nýta frístundastyrkinn til að greiða fyrir nauðsynlega dvöl á frístundaheimili. Alls eru þetta um 75 milljónir króna sem er fjármagn sem er ætlað að styðja börn til að iðka tómstundir. Það fer vissulega fram metnaðarfullt starf á frístundaheimilum borgarinnar en starfið þar er þó ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám. Dvöl á frístundaheimili er nauðsyn til þess að foreldrar geti unnið fyrir fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að markmið og tilgangur frístundakortsins hafi frá upphafi verið að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Miðað við þessar tölur séu vísbendingar um að nú sé frístundakortið einnig nýtt sem bjargir frekar en tækifæri til að iðka tómstundir. Kolbrún lagði fram tillögu fyrir borgarstjórn á dögunum um að frístundakortið verði einungis notað í samræmi við skilgreint markmið þess og að afnumið verði skilyrði um að nýta verði rétt til frístundakorts áður en sótt sé um fjárhagsaðstoð. „Það þarf að hjálpa foreldrum sem geta ekki greitt fyrir vist á frístundaheimili með öðrum hætti en að svipta börn möguleikanum á að stunda íþróttir og tómstundir.“Stefnt að því að útvíkka notkun frístundarkorts Sú breyting að heimila foreldrum að greiða fyrir vist á frístundaheimilum með frístundakortinu kom frá Vinstri grænum á sínum tíma. Líf Magneudóttir, oddviti flokksins, segir að Kolbrún sé að oftúlka tölurnar og gefa sér eitthvað sem eigi sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Sum börn finni sig einfaldlega ekki í hinu hefðbundna íþrótta- og tómstundastarfi og kjósi því frekar að vera á frístundaheimilum borgarinnar þar sem, að hennar sögn, er unnið fjölbreytt og faglegt starf. „Síðan þessi breyting gekk í gegn, að hægt var að greiða fyrir frístundaheimilin með frístundakortinu, þá hefur starfið þar eflst mikið. Þar er mjög öflugt fagfólk að vinna frábært starf og mér finnst þessar niðurstöður sem Kolbrún gefur sér gera lítið úr því góða starfi,“ segir Líf. Að hennar sögn er í gangi vinna sem snýr að því að útvíkka mögulega notkun frístundakortsins en niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki enn fyrir. „Ein af áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þessi hópur notar frístundakortið minna en aðrir og við þurfum að finna lausnir á því,“ segir Líf.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira