Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 23:29 Pedro Sánchez er starfandi forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins. Getty Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira