Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 23:29 Pedro Sánchez er starfandi forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins. Getty Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira