„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 14:38 Atli Rafn ásamt lögmanni sínum, Einari Þór Sverrissyni, við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54