Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 17:00 Á þessari samsettu mynd má sjá merkin þrjú, Jömm, Oatly og Júmbó. Vísir/Samsett Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“ Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent